Viðskipti innlent

Hagnaður Nýherja 54 milljónir króna

Hús Nýherja.
Hús Nýherja.

Hagnaður Nýherja hf. nam 54 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi eða 0,27 krónur á hlut. Þetta er 28 milljónum meira en á sama tímabili á síðasta ári. Þá jukust tekjur fyrirtækisins um 34 prósent á milli ára en þær námu 1,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 158 milljónum króna á tímabilinu.

Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að tekjur af vörusölu og tengdri þjónustu hafi numið 1,24 milljörðum króna en starfsemin skilaði 68 milljóna króna rekstrarhagnaði á tímabilinu. Góður vöxtur var í fartölvusölu, hljóðmyndalausnum og ýmsum miðlægum búnaði á borð við netþjóna og gagnageymslur.

Þá var gengið frá umfangsmiklum samningum við Landsbankann um sölu og uppsetningu á ýmsum miðlægum tæknibúnaði og unnið að uppsetningu á IP símum fyrir Össur í fimm löndum. Unnið verður að frekari uppsetningu í öðrum löndum á öðrum fjórðungi ársins.

Þá kemur fram að eigið fé Nýherja hafi numið 802 milljónum króna en það hefur lækkað um 595 milljónir frá áramótum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×