Sport

Standið ykkur eða verðið sendir heim

Sepp Blatter
Sepp Blatter NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur gefið dómurunum sem verða á HM í sumar mjög ströng fyrirmæli áður en þeir halda í æfingabúðir fyrir mótið og segir menn sem ekki standi sig verða senda heim.

Dómararnir 23 sem valdir voru í verkefnið munu taka þátt í sérstökum æfingabúðu fyrir dómara í Frankfurt á næstunni og Blatter var fljótur að leggja þeim línurnar í dómgæslunni.

"Það er nóg af góðum dómurum þarna úti, svo ef einhver þeirra stendur sig ekki er ekkert mál að kippa nýjum inn í staðinn. Dómararnir verða auðvitað að fá að gera einstaka mistök eins og aðrir - en ekki þegar kemur að því að verja leikmenn fyrir grófum brotum. Ef þeir gera það ekki, verða þeir sendir eitthvað annað, því dómarar verða að halda fullri einbeitingu í heimsmeistarakeppninni," sagði Blatter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×