Erlent

Sjóránum fjölgar

Sjóránum fjölgaði lítillega fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við fyrsta ársfjórðung síðasta árs. Höfin nærri Sómalíu, Nígeríu og Indónesíu eru sérstaklega viðsjárverð fyrir haffarendur. Nú ber hins vegar svo við að engin sjórán voru reynd á Malakkasundi en þar hefur löngum verið mikið um sjórán.

Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs voru 56 sjórán skráð. Þau voru 61 á fyrsta fjórðungi þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×