Erlent

Aðildarviðræðum ESB við Serbíu frestað

Mynd af Mladic hefur verið hengd upp á veggspjöldum en stjórnvöl hafa lengi reynt að hafa hendur í hári hans.
Mynd af Mladic hefur verið hengd upp á veggspjöldum en stjórnvöl hafa lengi reynt að hafa hendur í hári hans. Mynd/AP

Evrópusambandið hefur slegið aðildarviðræðum við Serbíu á frest. Ástæðan er sú að Serbar hafa enn ekki handtekið og framselt Radko Mladic, sem er ákærður fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu. Stjórnvöld í Belgrad voru búin að heita því að afhenda Mladic fyrir apríllok og Evrópusambandið hafði lýst því yfir að áframhald viðræðna væri háð því að Serbíustjórn léti verða af því að framselja Mladic. Hann var yfirmaður hers Bosníuserba í stríðinu í Bosníu og er eftirlýstur, meðal annars fyrir aðild að fjöldamorðunum í Srebrenica. Átta til níu þúsund múslimar voru myrtir í árás Bosníuserba á bæinn árið 1995. Stríðsglæpadómstóllinn vegna Júgóslavíu hefur gefið út ákæru á hendur Mladic vegna morðanna.



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×