Erlent

Sektir fyrir að hífa upp verð

Repúblikaninn Joe Barton, formaður orkunefndar fulltrúadeildarinnar, og demókratinn Jack Kingston ræddu við fjölmiðla eftir samþykkt frumvarpsins.
Repúblikaninn Joe Barton, formaður orkunefndar fulltrúadeildarinnar, og demókratinn Jack Kingston ræddu við fjölmiðla eftir samþykkt frumvarpsins. MYND/AP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp sem kveður á um háar sektir olíufélaga sem reyna að halda bensínverði háu. Frumvarpið verður þó ekki að lögum nema öldungadeild þingsins samþykki það líka.

Samkvæmt frumvarpinu er hægt að refsa olíufyrirtækjum með sektum sem nema allt að ellefu milljörðum króna ef þau grípa til vafasamra viðskiptahátta.

Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að fella niður álögur alríkisstjórnarinnar á eldsneyti um tveggja mánaða skeið til að sporna við háu eldsneytisverði. Þær álögur nema þremur og hálfri krónu á lítrann en hér á landi eru opinberar álögur 67 krónur. Stuðningur við að fella þær álögur niður virðist þó heldur fara minnkandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×