Erlent

Ráðherrar sviptir bílahlunnindum

Ráðherrar í norsku ríkisstjórninni hafa verið sviptir þeim hlunnindum að mega velja sér einkabíla til afnota, fyrir utan ráðherrabílana með bílstjórum allan sólarhringinn.

Þessi hlunnindi til að hafa snattbíla, hafa þeir haft í hátt í hálfa öld, en norskum almenningi þykir þeir vera farnir að færa sig upp á skaftið, einkum olíumálaráðherrann, sem valdi nýverið tíu milljóna króna Volvo jeppa og forsætisráðherann, sem valdi sérútbúinn Mini Cooper fyrir fjórar milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×