Innlent

Síðustu þingfundir fyrir kosningar

Alþingi kemur saman til fundar í dag í síðasta skipti fyrir sveitarstjórnarkosningar. Allar líkur eru á að tvö frumvörp verði að lögum í dag.

Það er annars vegar frumvarp menntamálaráðherra um að sameiginleg próf í framhaldsskólum verði afnumin. Hins vegar er um að ræða frumvarp utanríkisráðherra um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar. Samþykkja þarf afbrigði um afgreiðslu þess vegna þess hversu stutt er síðan það kom fram en samkomulag er um að það verði að lögum í dag. Við samþykkt þess getur flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli byrjað að ráða fólk til starfa í slökkvilið og til annarra starfa sem hafa áður verið á vegum Bandaríkjahers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×