Erlent

Blair stokkar upp stjórn sína

Tony Blair á leið á kjörstað í gær.
Tony Blair á leið á kjörstað í gær. MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hóf uppstokkun í ríkisstjórn sinni nú í morgun eftir slæmt gengi Verkamannaflokksins í sveitastjórnarkosningum. Blair vill þó ekkert gefa upp um hvaða breytingar sé um að ræða að svo stöddu.

Staða verkamannaflokksins veiktist í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í gær. Verkamannaflokkurinn fékk samkvæmt nýjustu tölum 888 sæti en talningu er enn ekki lokið. Flokkurinn tapar um tvö hundruð sætum en Íhaldsflokkurinn styrkti hins vegar stöðu sína. Hann vann hátt í 1.400 sæti og bætti við sig um 200 sætum.

Kosið var um 176 sveitastjórnir sem er tæpur helmingur sveitastjórna á Englandi. Sveitastjórnarkosningarnar vekja meiri athygli en venjulega þar sem Verkamannaflokkurinn hefur farið hallloka eftir hin ýmsu hneykslismál undanfarið sem tengjast ráðherrum flokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×