Erlent

Sagðir ætla að myrða teiknarana

Tólf öfgafullir múslimar eru sagðir á leið til Danmerkur til þess að myrða mennina, sem teiknuðu skopmyndirnar af Múhameð spámanni, sem birtar voru í Jótlandspóstinum.

Þetta kemur fram á vef-fréttasíðu þar sem upplýsingarnar eru hafðar eftir blaðamanninum Hamid Mir, sem gat sér frægð fyrir viðtal við Osama bin Laden á sínum tíma. Hamid er sagður nýkominn úr heimsókn til landamærahéraða Afganistans og Pakistans, og hafi frétt þetta þar. Talið er að Al-kæda liðar Osama bins Ladens eigi sér þar athvarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×