Erlent

Heldur í helstu landnemabyggðir

Ehud Olmert var kátur þegar hann sór embættiseið.
Ehud Olmert var kátur þegar hann sór embættiseið. MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hét því að halda í helstu landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum þegar ríkisstjórn hans sór embættiseið í gær. Fjórir flokkar eiga aðild að ísraelsku ríkisstjórninni en Olmert sagðist stefna að því að fá fleiri flokka til samstarfs.

Olmert vill skilgreina endanleg landamæri Ísraels ekki seinna en 2010 og gera það einhliða ef honum þykir þörf á því.

Ísraelskir hermenn skutu palestínskan leigubílstjóra til bana við vegatálma á Vesturbakkanum. Vitni sögðu hann hafa lagt bíl sínum til að bíða eftir farþegum en hlaupið burt þegar ísraelskir hermenn nálguðust hann. Þeir skutu leigubílstjórann sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×