Erlent

Ráðherrabreytingar í bresku ríkisstjórninni

Jack Straw, fráfarandi utanríkisráðherra, yfirgefur ríkisstjórnarfund i Downingstræti í gær.
Jack Straw, fráfarandi utanríkisráðherra, yfirgefur ríkisstjórnarfund i Downingstræti í gær. MYND/AP

Charles Clarke, innanríkisráðherra í bresku ríkisstjórninni, lætur af embætti sínu og Jack Straw utanríkisráðherra verður forseti neðri deildar þingsins. John Prescott varaforsætisráðherra verður þó ekki látinn víkja en einhver verkefni tekin af honum. Þetta er á meðal þeirra breytinga sem Tony Blair forsætisráðherra hefur gert á ríkisstjórn sinni vegna þess afhroðs sem flokkurinn galt í sveitastjórnarkosningum í gær.

Samkvæmt nýjustu tölum fékk flokkurinn 1062 sæti og tapaði þar með 256. Íhaldsflokkurinn styrkti stöðu sína en hann vann 1569 sæti og bætti við sig 251. Kosið var um 176 sveitastjórnir sem er tæpur helmingur sveitastjórna á Englandi. Búið er að telja í 163 þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×