Erlent

Breytingar á friðarsamningum í Súdan

MYND/Reuters

Stjórnvöld í Súdan hafa samþykkt breytingar á friðarsamningum milli stríðandi fylkinga í Darfur-héraði. Þetta er haft eftir háttsettum sáttasemjara á vegum Afríkubandalagsins. Fyrr í morgun samþykktu tvær helstu sveitir uppreisnarmanna í héraðinu samninginn en tveir hópar hafa hafnað honum. Friðarviðræður hafa farið fram í Abúdja, höfuðborg Nígeríu, undanfarna daga með milligöngu Afríkubandalagsins. Tvö hundruð þúsund manns hafa farist í átökum í Darfur-héraði sem hófust árið 2003 og tvær milljónir eru heimilislausar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×