Erlent

Mannfall í handsprengjuárás á Srí Lanka

Á vettvangi árásarinnar í dag.
Á vettvangi árásarinnar í dag. MYND/AP

Þrír öryggissveitarmenn féllu og fjórtán særðust, þar af tíu óbreyttir borgarar, í tveimur sprengingum og handsprengjuárás á norðurhluta Srí Lanka í dag. Talið er að uppreisnarmenn Tamíl tígra bergi ábyrgð á árásunum sem voru gerðar í bæ rúmum tvö hundruð kílómetrum norður af höfuðborginni Colombo. Rúmlega hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökum á Srí Lanka síðan í apríl og ógnar það vopnahléi frá árinu 2002. Friðarviðræður voru fyrirhugaðar í Sviss í síðasta mánuði en var frestað vegna átaka síðustu vikna. Tamíl tígrar hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla síðan 1983 og féllu sextíu og fimm þúsund manns í átökum áður en samið var um vopnahlé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×