Erlent

Skæður eldsvoði í Belgíu

Skæður eldsvoði í flugskýli grandaði flugvél og skemmdi þrjár aðrar á Zaventern-flugvelli í Belgíu í gærmorgun og var hitinn frá eldhafinu svo mikill að skýlið koðnaði niður eins og vax. Einn maður slasaðist alvarlega og tveir slökkviliðsmenn lítillega.

Talsverðar tafir urðu á morgunflugi þar til staðfest hafði verið að reykurinn frá eldinum væri ekki eitraður. Fresta þurfti öllu flugi frá flugvellinum í um klukkustund og talsverðar tafir urðu á flugi fram eftir degi. Bruninn hafði einnig áhrif á flug annars staðar í Belgíu og áttu slökkviliðsmenn í mesta basli með að hemja eldtungurnar sem stóðu tugi metra upp frá húsinu. Ekki hefur enn fengist staðfest hver eldsupptökin voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×