Erlent

Friðarsamkomulag undirritað í tengslum við ástandið í Darfur

MYND/AP

Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur-héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar samningamenn munduðu pennann í gær og rituðu nafn sitt á samkomulagið.

Afríkubandalagið hafði milligöngu um friðarviðræður sem hafa staðið síðustu daga í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Fulltrúar tveggja uppreisnarhópa höfnuðu samkomulaginu og sögðu öryggi íbúa í héraðinu ekki tryggt að fullu og óvíst með bætur fyrir ættingja þeirra sem hafa fallið í átökum.

Um tvö hundruð þúsund manns hafa fallið í átökum í Darfur-héraði frá því í febrúar 2003 og tvær milljónir manna þurft að yfirgefa heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×