Erlent

Bresk herþyrla skotin niður í Basra

MYND/AP

Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar bresk herþyrla var skotin niður í borginni Basra í Írak í morgun. Í fyrstu var ekki ljóst hvað olli því að þyrlan hrapaði á hús í borginni en síðar fékkst staðfest að þyrlan var skotin niður með flugskeyti.

Talsmaður lögreglu í Basra segir að engann á jörðu niðri hafi sakað þegar þyrlan skall á húsinu.

Spenna hefur verið að stigmagnast í borginni og er óttast að íbúar noti atburði morgunsins sem átyllu fyrir árásum á breska hermenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×