Erlent

Vinsælir Marcosar minnka

Frá mótælum á fimmtudag sem kostuðu einn mann lífið.
Frá mótælum á fimmtudag sem kostuðu einn mann lífið. MYND/AP

Um það bil 1000 vinstrisinnar gengu um götur smábæjar í Mexíkó í gær til að mótmæla aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum um miðja viku. Einn féll og fjölmargir særðust. Marcos, hinn grímuklæddi skæruliðaforingi Zapatista, leiddi gönguna.

Þeir þúsund mótmælendur sem tóku þátt í göngunni voru aðallega háskólanemar frá Mexíkóborg sem er um 25 kílómetra frá bænum San Salvador Atenco þar sem upp úr sauð í miðri viku. Þá voru mótmælendur að krefjast þetta að stjórnvöld bættu stöðu indíána í landinu og einnig að láta í ljós almenna óánægju með stjórn landsins. Um það bil 200 íbúar í bænum voru handteknir.

Mótmælendur í gær, með Marcos, skæruliðaforingja Zapatista, í broddi fylkingar gerðu sér vonir um að íbúar í San Salvador Atenco myndu bætast í hópinn þegar í bæinn væri komið. Þeir voru þó fáir og vildu flestir íbúar að mótmælendur hefðu sig á brott til að forða vandræðum.

Stjórnmálaskýrendur í Mexíkó segja mótmælin í gær vísbendingu um minnkandi vinsældir. Hann naut mikillar hylli í Mexíkó eftir að Þjóðfrelsisher Zapatista, skæruliðahreyfing indíána, hóf baráttu fyrir ýmis konar lýðréttindum indíána 1994. Vinsældirnar hafa þó dvínað eftir að samið var um vopnahlé og ekki líkar öllum reiðilestur skæruliðaforingjans yfir forsetaframbjóðendum.

Marcos hinn grímuklæddi virðist þó átta sig á vanda sínum. Hann hefur hingað til veitt afar fá viðtöl en það kann að breytast. Marcos segist þurfa að svara því sem hann kallar rógsherferð fjölmiðla í Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×