Erlent

Íranar hóta að segja sig frá sáttmála

Íranska þingið hótaði í morgun að ríkið segði sig frá sáttmála um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna létu Vesturveldin ekki af þrýstingi sínum í þess garð.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í fyrramálið um kjarnorkuáætlun Írans og er búist við að harðorð ályktun verði samþykkt þar, þótt refsiaðgerðir verði látnar bíða um sinn.

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin greindi frá því á dögunum að Íranar hefðu hraðað úranvinnslu þvert á áskoranir öryggisráðsins. Þeir segjast hins vegar einungis auðga úran í friðsamlegum tilgangi og hafi til þess fullan rétt.

Fari svo að Íranar segi sig frá sáttmálanum verður alþjóðlegum kjarnorkueftirlitsmönnum ekki hleypt inn í landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×