Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna 9. maí 2006 17:01 Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar hf. Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Tap Dagsbrúnar hf. vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hefur rekstur Securitas og Senu verið hluti af samstæðureikningi Dagsbrúnar hf. frá 1. febrúar síðastliðnum. Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum króna og jukust um 331 milljónir króna sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir króna. Þá segir í tilkynningunni að rekstur félagsins sé á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að rekstur félagsins hafi einkennst af miklum innri og ytri vexti. Sé rekstur þess að standast áætlanir, ef undan eru skyldar gengisbreytingar vegna erlendra lána. Áhrif gengisbreytinganna séu í samræmi við markaða stefnu í áhættustýringu félagsins. Félagið keypti nokkur öflug félög á fyrstu þremur mánuðum ársins en einnig hefur það lagt áherslu á að efla þær einingar sem fyrir eru í samstæðunni. „Mikill vöxtur hefur til dæmis einkennt Og1 vildarþjónustu hjá Og Vodafone en í kringum 15 þúsund heimili hafa nú þegar skráð sig, þar af um 3.800 á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þessi aukning gefur góð fyrirheit um tekjuvöxt á komandi mánuðum. M12 vildarklúbbur Stöðvar 2 hefur einnig vaxið stöðugt enda hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri en nú," segir Gunnar Smári Egilsson. Þá hefur Dagsbrún lagt áherslu á fjárfestingartækifæri á prentmiðlamarkaði á erlendum vettvangi. Félagið hefur þegar stigið sín fyrstu skref í þá átt með því að eignast meirihluta í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group en hlutur Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group nemur 95 prósentum. Þá hefur Dagsbrún unnið að undirbúningi að útgáfu nýs dagblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, sem dreift verður án endurgjalds til um 500 til 700 þúsund heimila í Danmörku. Félagið hefur fengið til sín afar hæfa danska stjórnendur til þess að fylgja verkefninu úr hlaði. „Á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjölmiðlunar og afþreyingar. Markmið Dagsbrúnar er að verða leiðandi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónunum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prentmiðla í Skandinavíu og Bretlandi," segir Gunnar Smári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Tap Dagsbrúnar hf. vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hefur rekstur Securitas og Senu verið hluti af samstæðureikningi Dagsbrúnar hf. frá 1. febrúar síðastliðnum. Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum króna og jukust um 331 milljónir króna sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir króna. Þá segir í tilkynningunni að rekstur félagsins sé á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að rekstur félagsins hafi einkennst af miklum innri og ytri vexti. Sé rekstur þess að standast áætlanir, ef undan eru skyldar gengisbreytingar vegna erlendra lána. Áhrif gengisbreytinganna séu í samræmi við markaða stefnu í áhættustýringu félagsins. Félagið keypti nokkur öflug félög á fyrstu þremur mánuðum ársins en einnig hefur það lagt áherslu á að efla þær einingar sem fyrir eru í samstæðunni. „Mikill vöxtur hefur til dæmis einkennt Og1 vildarþjónustu hjá Og Vodafone en í kringum 15 þúsund heimili hafa nú þegar skráð sig, þar af um 3.800 á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þessi aukning gefur góð fyrirheit um tekjuvöxt á komandi mánuðum. M12 vildarklúbbur Stöðvar 2 hefur einnig vaxið stöðugt enda hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri en nú," segir Gunnar Smári Egilsson. Þá hefur Dagsbrún lagt áherslu á fjárfestingartækifæri á prentmiðlamarkaði á erlendum vettvangi. Félagið hefur þegar stigið sín fyrstu skref í þá átt með því að eignast meirihluta í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group en hlutur Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group nemur 95 prósentum. Þá hefur Dagsbrún unnið að undirbúningi að útgáfu nýs dagblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, sem dreift verður án endurgjalds til um 500 til 700 þúsund heimila í Danmörku. Félagið hefur fengið til sín afar hæfa danska stjórnendur til þess að fylgja verkefninu úr hlaði. „Á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjölmiðlunar og afþreyingar. Markmið Dagsbrúnar er að verða leiðandi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónunum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prentmiðla í Skandinavíu og Bretlandi," segir Gunnar Smári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira