Viðskipti innlent

FlyMe horfir til Sterling

Ein af vélum Sterling.
Ein af vélum Sterling.

Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur í hyggju að kaupa eða renna saman við danska lággjaldaflugfélagið Sterling og norska flugfélagið Norwegian. Þetta segir danska dagblaðið Jyllands-Posten og bætir við að ef af sameiningu flugfélaganna verður þá muni það verða eitt af stærstu lággjaldaflugfélögum Norðurlanda.

Stærsti hluthafi í FlyMe er Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar.

FL Group keypti Sterling af Fons á síðasta ári fyrir 15 milljarða króna.

Þá hefur Jyllands-Posten eftir Franco Fedeli, stjórnarformanni FlyMe, að viðræður hafi staðið yfir um kaup fyrirtækisins á Sterling. Sterling keypti danska flugfélagið Maersk Air á síðasta ári og sameinuðust flugfélögin eftir það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×