Sport

Samkomulag um framtíð F1 í höfn

Bernie Ecclestone
Bernie Ecclestone NordicPhotos/GettyImages

Bernie Ecclestone skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu um að gera samkomulag við lið Renault, BMW, Mercedes, Honda og Toyota um að halda áfram keppni í heimsmeistaramótinu á næstu árum, en þessi lið höfðu hótað að draga sig úr keppni og stofna nýtt mót vegna almennrar óánægju með fyrirkomulag mótsins í núverandi mynd og vildu stærri hluta af innkomunni.

Ferrarri reið á vaðið í fyrra og skrifaði undir áframhaldandi samning til ársins 2012, en hinn fimm ofangreindu lið höfðu hótað að hætta keppni. Ekki hefur verið gefið upp hver hlutur liðanna verður í nýja samningnum sem taka mun gildi árið 2008, en því er haldið fram að liðin gætu fengið allt upp í helming af þeim milljarði dollara sem Formúla 1 gefur af sér. Hlutur liðanna er aðeins um 23% í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×