Sport

Nýr golfvöllur tekinn í notkun

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók í dag formlega í notkun nýjan golfvöll í Leirdal sem er 9 holu viðbót við golfvöll klúbbsins við Vífilsstaði. Bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar afhentu Golfklúbbi GKG völlinn til afnota og undirrituðu í leiðinni viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við golfklúbbinn.

Golfvallarsvæðið í Leirdal er lokaáfangi í gerð fyrsta 27 holu golfvallar

á Íslandi. Leirdalsvöllur er viðbót við 18 holu völl GKG á Vífilsstöðum í Garðabæ.

Völlurinn er í Leirdal í Kópavogi, liggur frá Hnoðraholti til austurs upp

Leirdal, meðfram Salahverfi í Kópavogi og teygir sig upp í Kórahverfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×