Innlent

Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu

Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því.

Nýleg könnun Fréttablaðsins bendir til að sjáflstæðisflokkurinn geti bætt við sig sjötta fulltrúanum og náð þannig hreinum meirihluta, en Framsóknarflokurinn tapi tveimur af þremur fullgrúum sínum. Vinstri Grænir myndu krækja í hinn fulltrúann en Samfylkingin haldi sínum þremur áfram. Kópavogurinn yrði þá þriðji staðurinn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli uppsvieflu, á eftir Reykjanesbæ og Selfossi, eða Árborg. Kópavogur yrði líka enn einn staðurinn þar sem Vinstri grænir næðu fótfestu , ýmist á kostnað ýmissa utanflokka framboða eða Framsóknarflokksins.

Kópavogur bætætist líka við þá staði þar sem Framsóknarflokkurinn er á miklu undanhaldi. Og svo hafa kannanri okkar sýnt að meirihlutarnir virðast fallnir á Akureyri, í Árborg og á Ísafirði.. En staðan í Kópavogi skýrist væntanleg nánar á þjóðmálafundinum sem hefst rétt fyrir klukkan sjö í kvöld í þætætinum Íslandi í dag, sem sendur verður út á Stöð tvö og NFS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×