Viðskipti innlent

Hagnaður Fiskmarkaðar Íslands 39,6 milljónir

Frá fiskmarkaði í Reykjavík.
Frá fiskmarkaði í Reykjavík.

Fiskmarkaður Íslands hf. hagnaðist um 39,6 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Velta félagsins, sem rekur uppboðsmarkað fyrir fisk m.a. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík, Þorlákshöfn, nam 207,3 milljónum króna á tímabilinu.

Þá rak félagið einnig kvótamiðlun, slægingu og flokkunarstöð á Rifi.

Í tilkynningu frá Fiskmarkaðnum til Kauphallar Íslands segir að seld hafi verið 17.449 tonn af fiski fyrir tæpa 2,2 milljarða krónur og var meðalverð á kílói 125 krónur. Á sama tímabili árið áður voru 17.379 tonn af fiski seld hjá Fiskmarkaði Íslands fyrir rétt rúma 2 milljarða króna og var meðalverðið 119,3 krónur á kíló.

Niðurstaðan er í takt við væntingar stjórnenda Fiskmarkaðarins, að því er segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×