Viðskipti innlent

Kortanotkun eykst á milli ára

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Kreditkortavelta heimilanna var 19,9 prósentum meiri á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og debetkortavelta jókst um 10,3 prósent frá sama tíma í fyrra.

Í Hagvísum Hagstofunnar sem kom út í dag segir að notkun kreditkorta hafi aukist um 16 prósent og notkun debetkorta um 16,8 prósent síðastliðna 12 mánuði borið saman við árið á undan.

Þá jókst kreditkortavelta Íslendinga erlendis umtalsvert, eða um 35,8 prósent á milli ára. Greiðslukortanotkun útlendinga hér á landi jókst hins vegar um 8,3 prósent á sama tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×