Viðskipti innlent

Spá minni eftirspurn eftir áli

Verð á áli og öðrum málumum hefur lækkað síðustu mánuði en álverð hefur lækkað um 11 prósent frá 11. maí síðastliðnum. Verð á málmum hefur farið ört hækkandi á síðastliðnum fimm árum, m.a. vegna mikillar eftirspurnar frá stórum hagkerfum á borð við Kína og Indland.

Greiningardeild KB banka hefur eftir sérfræðingum í hálf fimm fréttum bankans í dag að hækkun vaxta víða um heim muni leiða til þess að draga muni úr eftirspurn eftir áli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×