Viðskipti innlent

Lán Íbúðalánasjóðs aukast um 57 prósent

Nýbyggingar.
Nýbyggingar. Mynd/GVA

Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í maí. Þar af voru rúmlega 3,9 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæplega 800 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er 57 prósenta aukning á milli mánaða og hafa vanskil aldrei verið minni í maí.

Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir maí segir ljóst að bankar og sparisjóðir virðist hafi dregið úr útlánum til íbúðakaupa og þrengt skilyrði útlána umtalsvert og sé hlutdeild Íbúðalánasjóðs í útlánum til íbúðakaupa er að aukast.

Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs segir að íbúðahúsnæði sé mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks því er mikilvægt að á íbúðalánamarkaði ríki stöðugleiki og að aðgengi að fjármagni sé til staðar til að forðast markaðsbresti því þeir geti valdið alvarlegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. Af þeim aðstæðum sem nú ríki sé ljóst að ef ekki nyti útlána Íbúðalánasjóðs gæti orðið vart við markaðsbresti á íbúðalánamarkaði innan tíðar.

Bankar og sparisjóðir hafa boðið íbúðalán í rúma 20 mánuði en eru nú farnir að draga saman seglin. Af fréttum að dæma er ljóst að bankar og sparisjóðir hafi farið of geist af stað og að útlán og lánakjör þeirra hafi m.a. einkennst af skammtímahagsmunum.

Þá segir ennfremur í mánaðaskýrslunni að gæði útlána Íbúðalánasjóðs séu mjög mikil og talsvert lægra sé miðað við markaðsverð fasteigna. Er bent á að vanskil vegna útlána Íbúðalánasjóðs hafa aldrei verið minni en í upphafi maímánaðar. Skiptir þá engu hvort um er að ræða fjárhæð sem hlutfall af heildarútlánum sjóðsins, fjölda lántakenda sem hlutfall af heildarfjölda lántakenda eða fjölda útlána sem hlutfall af heildarfjölda útlána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×