Viðskipti innlent

Landsframleiðsla jókst um 5 prósent

Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands

Landsframleiðsla er talin hafa aukist um 5 prósent að raungildi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Þá hafa þjóðarútgjöld vaxið talsvert, eða um 13,7 prósent, vegna mikillar aukningar í innflutningi og minni útflutningi.

Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofunnar.

Þá segir ennfremur að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla sýni 4,1 prósentu vöxtu fyrir sama tímabil.

Einkaneysla óx á tímabilinu um 12,6 prósent og er það heldur meiri aukning en á síðasta ársfjórðungi 2005 þegar hún jókst um 10,6 prósent.

Í Hagtíðindum segir ennfremur að fjárfestingar hafi aukist um 36,6 prósent en það er 1,2 prósentustiga aukning frá síðasta ársfjórðungi 2005. Þar vega fjárfestingar í virkjunum og stóriðju mest.

Samneyslan stendur í stað á milli ársfjórðunga en hún jókst um 3,8 prósent.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×