Erlent

Hvalfriðunarsinnar enn í meirihluta

Ríki sem hlynnt eru algerri friðun hvalastofna virðast enn einu sinni vera í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins því nýtingarsinnar töpuðu naumlega atkvæðagreiðslu um veiðar á smáhvelum. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum gerir sér engar grillur um að nokkur árangur náist þar.

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hófst í dag í karabíska eyríkinu Sankti Kristófer og Nevis. Fyrir fundinn hafði verið búist við því að þau ríkjum sem hlynnt væru skynsamlegri nýtingu hvalastofna væru loksins í meirihluta á fundinum en viðræður og atkvæðagreiðslur dagsins í dag virðast benda til að þær spár hefðu ekki ræst.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Stefán og félagar hans í íslensku sendinefndinni gera sér engar sérstakar grillur um að nokkur árangur náist á fundinum. Raunar virðist Alþjóðahvalveiðiráðið vera nánast óstarfhæft þar sem hvorki verndunarsinnar né nýtingarsinnar hafa þann aukna meirihluta sem þarf til að móta stefnu í mikilvægum málum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×