Erlent

Ekki virðist meirihluti fyrir hvalveiðum

Ríki sem hlynnt eru nýtingu hvalastofna virðast ekki í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, þvert á það sem spáð hafði verið. Í gær höfðu friðunarsinnar betur í tveimur atkvæðagreiðslum á fundinum sem fram fer í karabíska eyríkinu Sankti Kristófer og Nevis.

Þeim tókst að koma í veg fyrir tillögu Japana um að hvalveiðiráðið fjallaði ekki um smáhveli á borð við höfrunga og hnísur og eins var japanskri tillögu hafnað um að atkvæðagreiðslur á fundinum yrðu framvegis leynilegar. Íslendingar munu því að líkindum ekki sækja gull í greipar ráðsins að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×