Erlent

Kvartettinn samþykkir neyðaraðstoð fyrir Palestínumenn

Félagar í herskáum armi Fatah-hreyfingarinnar á fundi í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Þar varstuðningi lýst við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og þess krafist að palestínska heimastjórnin útvegaði þeim vinnu.
Félagar í herskáum armi Fatah-hreyfingarinnar á fundi í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Þar varstuðningi lýst við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og þess krafist að palestínska heimastjórnin útvegaði þeim vinnu. MYND/AP

Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, eða kvartettinn svonefndi hefur samþykkt tilboð þeirra síðastnefndu um neyðaraðstoð til handa Palestínumönnum án milligöngu Hamas-stjórnarinnar.

ESB ætlar að verja rúmum níu milljörðum króna til að bæta heilbrigðiskerfi Palestínu og greiða laun 165.000 opinberra starfsmanna, en aðstoðin er aðeins til þriggja ára. Evrópusambandið og Bandaríkin hættu að styðja íbúa herteknu svæðanna eftir að Hamas komst til valda þar sem samtökin hafa ekki fengist til að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×