Erlent

Fjórar stúlkur létust eftir gassprengingu

Fjórar stúlkur létust og fjölmargir særðust þegar gassprenging varð í skóla í borginni Herat í Afganistan í morgun. Mikil skelfing greip um sig þegar gasketill í eldhúsi skólans sprakk og myndaðist þá öngþveiti þar sem telpurnar, sem voru á aldrinum 6-9 ára, tróðust undir.

Á tímum talibanastjórnarinnar máttu stúlkur ekki ganga í skóla og frá því að hún var hrakin frá völdum hafa talibanskir uppreisnarmenn eyðilagt rúmlega 200 skóla í landinu. Því er talið að stúlkurnar hafi haldið að verið væri að sprengja skólann þeirra í sundur og að vonum orðið óttaslegnar með þessum hörmulegu afleiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×