Erlent

Discovery út í geim þvert á ráðleggingar

MYND/AP

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta geimferjunni Discovery út í geiminn 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er þvert á ráðleggingar ýmissa sérfræðinga stofnunarinnar sem segja ferjuna enn ekki nægilega örugga til geimferða.

Sjö geimfarar fórust þegar Kólumbía fórst snemma árs 2003 eftir að einangrunarplötur féllu af henni og og í fyrra var óttast um afdrif Discovery þegar einangrun rifnaði af henni líka. Þeirri ferju tókst þó að lenda heilu og höldnu. Síðan þá hefur engum geimferjum verið skotið á loft en nú telur NASA tíma kominn til að hefjast handa á ný, þrátt fyrir aðvörunarorð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×