Erlent

Paul orðinn 64 ára

Það var glatt á hjalla fyrir framan Eiffelturninn í dag.
Það var glatt á hjalla fyrir framan Eiffelturninn í dag. MYND/AP

Síðustu mánuðir hafa ekki verið þeir sælustu í lífi Pauls McCartneys en í dag hafði hann þó ástæðu til að gleðjast. 64 ára afmælisdagurinn, sem hann söng svo eftirminnilega um hér um árið, er loksins runninn upp.

Talan 64 skipar sérstakan sess hjá aðdáendum Bítlanna því um þann árafjölda fjallar einmitt eitt af þekktustu lögum þeirra. Í dag var 64. afmælisdagur Paul McCartney, höfundar lagins runninn upp og því fögnuðu aðdáendur hans tímamótunum víða um heim, meðal annars í Frakklandi, þó á örlítið hófstilltari hátt en 1964. Fyrst hlýddu menn á When I'm 64 í upphaflegum búningi, síðan ákváðu aðdáendurnir að spreyta sig sjálfir.

Sjálft afmælisbarnið var hvergi að finna enda hafa önnur mál hvílt á honum að undanförnu, eins og skilnaðurinn við Heather Mills. Hvað sem þeim áhyggjum líður er ekki að sjá að hármissir og aðrir fylgifiskar ellinnar séu að hrjá hann eins og spáð var í laginu góða á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×