Viðskipti innlent

Dagbrún eignast 96,47 prósent í EJS

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar.
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar.
Dagsbrún hefur gert samning hóp hluthafa EJS um kaup á 21,45 prósentum hlutafjár hlutafé í EJS fyrir 85,8 milljónir króna að nafnvirði. Gengi hlutanna er 5,23.

Hluthafar bréfa í EJS eru 343 talsins.

Í tilkynningu um viðskiptin til Kauphallar Íslands segir að greitt verði fyrir hlutina með bréfum í Dagsbrún fyrir 72,9 milljónir króna á genginu 6,18. Við þessi kaup hefur Dagsbrún og Kögun, dótturfélag Dagsbrúnar, eignast alls 96,47 prósent hlutafjár í EJS.

Í tilkynningunni segir ennfremur að Dagsbrún muni leggja til við stjórn EJS að aðrir hluthafar skuli sæta innlausn á hlutum sínum í samræmi við 24. - 26. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×