Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu 21. júní 2006 07:14 Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan til Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í gærkvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan til Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í gærkvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira