Viðskipti innlent

Hægir á einkaneyslu

Glitnir banki.
Glitnir banki. Mynd/Heiða

Velta í dagvöruverslun í maí var 4,7 prósentum hærri en á sama tíma fyrir ári þegar áhrif verðbreytinga hafa verið undanskilin. Til samanburðar nam vöxtur dagvöruverslunar í maí 13 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir líkur á að heimilin hafi brugðist við breytingum í kaupmætti samhliða vaxandi verðbólgu og gengislækkun krónunnar.

Þá segir greiningardeildin að vaxtahækkun og minni tiltrú neytenda á stöðu efnahagslífsins á næstunni hafi skilað sér í minni neyslu.

„Hægari vöxtur neyslu er bæði viðbúin og í raun fagnaðarefni. Minni neysla er forsenda þess að nú dragi úr þenslunni sem einkennt hefur efnahagslífið að undanförnu. Minni neysla mun draga úr viðskiptahallanum og leggja sitt á vogaskálarnar við að draga úr verðbólgunni," segir greiningardeild Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×