Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í Kanadakappakstrinum sem fram fór í Montreal í dag, en þetta var fyrsti sigur hans í Norður-Ameríku á ferlinum. Alonso leiddi frá upphafi til enda og Michael Schumacher hafnaði í öðru sæti. Kimi Raikkönen varð þriðji og félagi Alonso, Giancarlo Fisichella, kom þar á eftir í fjórða sætinu. Þetta var fimmti sigur Spánverjans unga í röð og er heldur hann því góðu forskoti sínu í stigakeppni ökumanna.
