Erlent

22 fórust í flóðum á Indónesíu

Vatn hreinsað burt í mosku í Sinjai á Suður-Sulawesi eyju fyrir helgi.
Vatn hreinsað burt í mosku í Sinjai á Suður-Sulawesi eyju fyrir helgi. MYND/AP

Að minnsta kosti tuttugu og tveir fórust í flóðum á Indónesíu um liðna helgi en þar hefur rignt töluvert að undanförnu. Tólf er saknað af eyjunni Laut, suður af Borneo, en þar hefur flætt mikið. Rigningartímabil stendur nú yfir og verða þá oft aurskriður og flóð á Indónesíu. Slíkar hamfarir kostuðu rúmlega tvö hundruð og tíu manns lífið á Sulawesi-eyju í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×