Innlent

George Bush eldri á leiðinni til Íslands

George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þekkst boð forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar um að koma í heimsókn til Íslands 4.-7. júlí næstkomandi.



Forsetinn fyrrverandi kemur til landsins síðdegis þriðjudaginn 4. júlí og verður gestur forseta Íslands meðan á dvölinni stendur. Hann situr kvöldverðarboð forseta Íslands á Bessastöðum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí.

Með í för forsetans verða nokkrir vinir hans, m.a. Sig Rogich sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í forsetatíð George H. W. Bush.

Bush og föruneyti munu m.a fara í laxveiði en forsetinn fyrrverandi hefur verið stuðningsmaður verndunar á villtum laxastofnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×