Erlent

3 tonn af kókaíni gerð upptæk

MYND/AP

Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu.

Kókaínið fannst grafið í jörðu nærri bænum Necocli í norðurhluta Kólumbíu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er. Götuvirði magnsins sem fannst er áætlað um 29 milljón bandaríkjadala, eða rúmlega tveir komma tveir milljarðar króna.

Meira magn af kókaíni er flutt frá Kólumbíu til dreifingar á ári hverju en frá nokkru öðru landi í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×