Erlent

Krefjast þess að Guantanamo verði lokað

Mynd/AP

Hópur mótmælenda kom saman í gær fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York til að krefjast þess að Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu verði lokað. Nokkrir voru fjarlægðir af lögreglu en mótmælin eru þó sögð hafa farið friðsamlega fram. Flestir mótmælenda voru í appelsínugulum klæðnaði sem minnti á hina appelsínugulu samestinga sem fangar á Guantanamo klæðast. Sumir mótmælendanna létu jafnvel loka sig inni í búrum til að leggja enn meiri áherslu á málstaðinn. Guntanamo-fangabúðunum var komið á laggirnar skömmu eftir innrás Bandaríkjamanna í Afganistan, síðla árs 2001, til að vista þar og yfirheyra grunaða hryðjuverkamenn, en búðirnar hafa alla tíð verið afar umdeildar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×