Erlent

Fékk stálrör í gegnum sig miðjan og lifið það af

Kínverskur byggingaverkamaður lifði það af að fá fjögurra metra langt stálrör í gegnum sig miðjan við framkvæmdir á dögunum. Erfiðlega gekk  að koma honum í sjúkrabíl og í hendur lækna.

Læknar og slökkviliðsmenn voru kallaðir að byggingarsvæði í suð austur hluta Kína í gær til að bjarga byggingarverkamanni eftir að fjögurra metra löng og sextán millimetra breið járnstöng féll úr nokkurri hæð og fyrir slysni fór hún í gegnum manninn þar sem hann var að störfum.

Beita þurfti ýmsum verkfærum til að reyna að skera af stönginni svo hægt væri að koma manninum í sjúkrabíl og undir hendur lækna í réttu umhverfi. Sérstakar klippur voru notaðar og einnig logsuðutæki. Ekki virkaði það og því var á endanum notast við beltissög og bar það tilætlaðan árangur.

Var þá hægt að koma manninum af vettvangi og undir hnífinn. Samkvæmt upplýsingum kínverskra fjölmiðla gekk aðgerðin vel og er maðurinn úr hættu og mun ná fullum bata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×