Viðskipti innlent

Bongó kaupir Exton

Frá tónleikum Roger Waters í Egilshöll í Reykjavík á dögunum.
Frá tónleikum Roger Waters í Egilshöll í Reykjavík á dögunum.

Bongó ehf. hefur keypt meirihluta í upplýsingatæknifyrirtækinu Exton ehf. Exton er þjónustufyrirtæki á sviði ljósa-, hljóð- og myndlausna. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir tækjaleigu vegna tónleika, ráðstefna og skemmtana. Það setti m.a. upp svið, lýsingu og hljóðbúnað á tónleikum Roger Waters í Egilshöll á dögunum.

Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru viðskiptavinir fyrirtækisins auk arkitekta- og verkfræðistofa, fasteignafélaga og framleiðenda afþreyingarefnis.

Í tilkynningu af sölunni segir að seljendur séu Óli Öder Magnússon, Sveinn Benediktsson og Ari Daníelsson. Eigendur Bongó eru Sverrir Hreiðarsson og Ívar Ragnarsson. Sverrir tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Exton. Hann var áður markaðsstjóri Og Vodafone en hefur sinnt markaðs- og rekstrarráðgjöf undanfarna mánuði. Ívar hefur rekið hljóðkerfaleigu undir merkjum Bongó frá 1993. Hann verður nú í hópi lykilstarfsmanna Exton. Ráðgjafi kaupenda var fyrirtækjaráðgjöf SPRON.

Sverrir segir verðið trúnaðarmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×