Erlent

Ríkisstjórn Hollands víkur

Jan Peter Balkenende, fráfarandi forsætisráðherra Hollands.
Jan Peter Balkenende, fráfarandi forsætisráðherra Hollands. MYND/AP

Forsætisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, tilkynnti í gær um afsögn ríkisstjórnar landsins, eftir að ráðherrar í einum flokka samsteypustjórnarinnar sögðu sig úr henni.

Mikið ósætti hefur verið innan stjórnarinnar eftir að ráðherra innflytjendamála svipti þingkonuna fyrrverandi Hrisi Ali ríkisborgararétti á þeim forsendum að hún hefði logið til um nafn þegar hún kom til landsins árið 1992.

Ali er fædd og uppalin í Sómalíu en hún er heimskunn fyrir andstöðu sína við íslamska öfgamenn. Ríkisstjórnin hefur verið völd í Hollandi síðastliðin þrjú ár en líklegt þykir að kosningar verði haldnar innan nokkurra mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×