Erlent

Réttað yfir Rauðu kmerunum

Dómarar og saksóknarar við sérskipaðan stríðsglæpadómstól í Kambódíu tóku við embætti í dag. Þar verður réttað yfir fyrrverandi leiðtogum Rauðu kmeranna sem eru sakaðir um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Kmerarnir voru við völd á árunum 1975 til 1979 og talið að um 1,7 milljón manna hafi látist úr hungri og þrældómi auk þess sem fjölmargir voru myrtir. Pol Pot, leiðtogi Rauðu kmeranna, lést árið 1998. Fjölmargir nánir samstarfsmenn hans ganga enn lausir og geta um frjálst höfuð strokið í Kambódíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×