Erlent

Flugvellinum í Dyflinni lokað vegna sprengjuhótunar

Búast má við umtalsverðri röskun vegna sprenjuhótunarinnar, bæði á flugumferð og ekki síður á vegum til og frá flugvellinum í Dyflinni.
Búast má við umtalsverðri röskun vegna sprenjuhótunarinnar, bæði á flugumferð og ekki síður á vegum til og frá flugvellinum í Dyflinni.

Flugvöllurinn í Dyflinni var rýmdur í dag eftir að maður gekk inn í flughöfnina og sagðist vera með sprengju í tösku. Sprengjusérfræðingar komu á staðinn skömmu síðar.

Ekki er vitað hvort eitthvað var að finna í töskunni en óhætt er að álykta að svo hafi ekki verið þar sem búið er að hleypa fólki aftur inn í bygginguna. Maðurinn hefur verið handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×