Erlent

Fordæma eldflaugaskot Norður Kóreumanna

Eldflaugarnar skoðaðar.
Eldflaugarnar skoðaðar. MYND/AP

Ríkisstjórn Suður Kóreu hefur fordæmt tilraunaskot Norður Kóreumanna í gærkvöldi og mun koma saman til neyðarfundar í dag vegna málsins.

Norður kóreamenn skutu sex eldflaugum í gærkvöld í tilraunaskyni, þar af er talið að ein hafi verið langdræg flaug. Að sögn Bandarískra embættismanna bilaði hún hins vegar en flaugar af þessari gerð eru taldar geta náð til Alaska. Hinar flaugarnar, sem skotið var á loft, enduðu í Japanshafi en Japanir eru ósáttir við tilraunir norður kóreumanna og sagði Shinso Abe, forseti japanska þingsins að þær ógnuðu friði og stöðugleika á svæðinu. Líklegt þykir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins en John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og að ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað yrði til fundar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×