Erlent

Lopez Obrador með naumt forskot

Andres Manuel Lopez Obrador, forsetaframbjóðandi í Mexíkó.
Andres Manuel Lopez Obrador, forsetaframbjóðandi í Mexíkó. MYND/AP

Andres Manuel Lopez Obrador, forsetaframbjóðandi vinstrimanna í Mexíkó, hefur naumt forskot á Felipe Calderon, frambjóðanda hægrimanna, eftir að búið er að telja helming atkvæða í kosningum sem fóru fram í landinu um síðustu helgi.

Forskot Lopez Obrador er 2,6% og óvíst hvort það haldi eftir að talningu er formlega lokið. Frambjóðendur voru nánast hnífjafnir þegar bráðabirgðaúrslit voru birt á sunnudaginn en þá hafði Calderon forskot upp á 0,6%. Báðir lýstu þeir yfir sigri.

Lopez Obrador hefur sagt margt að athuga við framkvæmd kosninganna og ætlar að boða stuðningsmenn sína út á götur Mexíkó verði ekki tekið á umkvörtunum hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×