Viðskipti innlent

Glitnir hækkar vexti

Glitnir banki.
Glitnir banki.

Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,5 til 0,75 prósentustig, vexti á verðtryggðum inn- og útlánum um 0,3 prósentustig og húsnæðislán um 10 prósentustig. Hækkanirnar eru framhald af ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 75 punkta í dag. Breytingin tekur gildi frá og með þriðjudegi í næstu viku, 11. júlí.

Í tilkynningu frá Glitni segir að verðtryggðir kjörvextir hækki úr 5,30 prósentum í 5,60 prósentur.

Húsnæðislán til viðskiptavina bankans fara úr 4,90 prósentum í 5,00 prósentur og tekur breytingin gildi á morgun.

Í tilkynningunni segir ennfremur að breytingar á vöxtum húsnæðislána haf engin áhrif á kjör þeirra sem tekið hafi húsnæðislán Glitnis fram til þessa.

KB banki hækkaði vexti sína í morgun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×